fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
433Sport

Arnar gagnrýnir nafna sinn eftir gærkvöldið – Segir þetta smitast af æfingum í leiki

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 15. apríl 2024 09:00

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals og stuðingsmaður liðsins, var ekki hrifinn af frammistöðu sinna manna í markalausu jafntefli gegn Fylki í Bestu deild karla í gær.

Eftir flottan sigur á ÍA í fyrstu umferð náðu Valsarar ekki flugi í leiknum gegn Fylki í Árbænum í gær. Arnar Sveinn varð fyrir vonbrigðum með sína menn.

„Eins og maður var nú spenntur eftir fyrsta leik á móti ÍA, þá fannst manni vera teikn á lofti um að hlutirnir hefðu einhvern veginn breyst. En svo kemur þessi leikur og þetta er bara nákvæmlega það sem maður hefur séð oft áður,“ Arnar Sveinn hann í Dr. Football.

Hann gagnrýnir nafna sinn og þjálfara Vals, Arnar Grétarsson.

„Vandamálið að mínu mati er að Arnar Grétarsson er bara að flækja hlutina allt of mikið. Þetta lið þarf ekki svona mikið af reglum og svona mikinn ramma. Það verður allt ógeðslega hægt, ekkert tempó í neinu. Leikmenn virðast ekki hafa neitt frelsi á vellinum til að fara út úr því sem á að vera að gera. Það er alltaf verið að snúa til baka og aldrei sækja fram.“

Arnar Sveinn telur að nafni sinn þurfi að breyta áherslunum á æfingum.

„Þegar þú ert með lið eins og Val, sem er stútfullt af hæfileikum, reynslu og þekkingu, hafðu þetta bara einfalt og skemmtilegt. Búðu til tempó á æfingum þannig tempóið komi inn á völlinn í leikjum. Það er ekki það sem er að gerast.

Við erum löturhægir alltaf og það er vegna þess að tempóið á æfingum er ekki neitt. Það eru langar æfingar og allt lengi að gerast. Það bara smitar inn á völlinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband af Guardiola vekur athygli – Greip um slátrið á sér í miðjum leik þegar þetta gerðist

Myndband af Guardiola vekur athygli – Greip um slátrið á sér í miðjum leik þegar þetta gerðist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hóruhúsið sem er uppbókað er fullt af kínverskum njósnurum sem fylgjast með

Hóruhúsið sem er uppbókað er fullt af kínverskum njósnurum sem fylgjast með
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Þetta sungu stuðningsmenn Tottenham yfir tapinu í kvöld

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Þetta sungu stuðningsmenn Tottenham yfir tapinu í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu dauðafærið sem Son fékk undir lok leiks – Hefði komið Arsenal í bílstjórasætið

Sjáðu dauðafærið sem Son fékk undir lok leiks – Hefði komið Arsenal í bílstjórasætið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kolbilaði Grikkinn hótar því að fara í mál við Gary Neville

Kolbilaði Grikkinn hótar því að fara í mál við Gary Neville
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi Þór yfirburða besti leikmaðurinn – Svona er listinn yfir þá tíu bestu í sumar

Gylfi Þór yfirburða besti leikmaðurinn – Svona er listinn yfir þá tíu bestu í sumar