Solskjær: Ég hlýt að vera blindur

Callum Hudson-Odoi sést hér handleika knöttinn innan eigin vítateigs í …
Callum Hudson-Odoi sést hér handleika knöttinn innan eigin vítateigs í stórleiknum í dag. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var gríðarlega óánægður með dómgæsluna í markalausa jafnteflinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gestirnir vildu fá vítaspyrnu á 14. mínútu leiksins þegar Callum Hudson-Odoi handlék knöttinn inni í vítateig en eftir langa athugun myndbandsdómarans var ákveðið að dæma ekkert. „Þetta var vítaspyrna, 100%. Ef þetta kallast að hafa höndina í náttúrulegri stöðu þá hlýt ég að vera blindur,“ sagði æstur Solskjær við BBC eftir leikinn.

„Við vildum vinna leikinn, það vantaði aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum en við spiluðum vel,“ bætti Norðmaðurinn við. Man Utd er áfram í öðru sæti deild­ar­inn­ar, 12 stig­um á eft­ir grönn­um sín­um í Manchester City. Chel­sea er áfram í fimmta sæt­inu, einu stigi á eft­ir West Ham United í fjórða sæt­inu.

Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld.
Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert