Fótbolti

Samuel Umtiti með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samuel Umtiti er meiddur og var ekki í návígi við samherja sína í Barcelona.
Samuel Umtiti er meiddur og var ekki í návígi við samherja sína í Barcelona. getty/Diego Souto

Samuel Umtiti, leikmaður Barcelona, hefur greinst með kórónuveiruna. Franski heimsmeistarinn er meiddur og ekki með Börsungum í Lissabon þar sem lokaleikirnir í Meistaradeild Evrópu fara fram.

Barcelona mætir Bayern München í þriðja leik átta liða úrslita Meistaradeildarinnar klukkan 19:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Í fyrradag var greint frá því að ónefndur leikmaður Barcelona hafi greinst með kórónuveiruna. Nú er ljóst að Umtiti er sá óheppni. Samkvæmt frétt á heimasíðu Barcelona er Umtiti við einkennalaus, góða heilsu og er í einangrun.

Umtiti var ekki í návígi við aðra leikmenn Barcelona og því hefur þetta engin áhrif á leik liðsins í kvöld.

Franski varnarmaðurinn hefur aðeins spilað átján leiki fyrir Barcelona á þessu tímabili en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla.

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×