Fótbolti

Kólumbíu­maðurinn farinn til Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodríguez er farinn úr rigningunni í Liverpool.
Rodríguez er farinn úr rigningunni í Liverpool. Robbie Jay Barratt/Getty Images

James Rodríguez hefur yfirgefið enska knattspyrnufélagið Everton og mun nú leika listir sínar með Al Rayyan í Katar. Hvorki kemur fram hvað kappinn kostaði né hversu langan samning hann gerir í Katar.

Hinn þrítugi Rodriguez gekk í raðir Everton fyrir síðasta tímabil er félagið keypti hann á 22 milljónir punda frá Real Madríd. Líkt og svo oft áður glímdi Rodriguez við ýmis meiðsli sem þýddu að hann lék aðeins 26 leiki í öllum keppnum með Everton.

Eftir að Rafa Benitez tók við stjórnartaumunum á Goodison Park hefur Rodríguez hins vegar ekki spilað mínútu með liðinu og er nú farinn til Katar.

Segja má að fallið sé hátt en Rodríguez hefur einnig leikið Bayern München, Mónakó og Porto á ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×