Einn atkvæðamesti ungi leikmaðurinn

Luka Doncic í leik með Dallas Mavericks.
Luka Doncic í leik með Dallas Mavericks. AFP

Uppgangur Slóvenans Luka Doncic hefur verið ævintýralega hraður í körfuknattleiksíþróttinni.

Á menntaskólaaldri var hann kominn til Real Madríd og varð Evrópumeistari bæði með Real og slóvenska landsliðinu árið 2017.

Doncic tók strax til óspilltra málanna þegar hann kom inn í NBA-deildina haustið 2018, þá 19 ára gamall. Doncic hefur nú náð að skora meira en 5.000 stig fyrir Dallas Mavericks.

Er hann sá fjórði yngsti sem nær þeim stigafjölda í NBA en einungis LeBron James, Kevin Durant og Carmelo Anthony voru yngri þegar þeir höfðu náð að skora 5.000 stig í NBA-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert