Guðrún og Ólafía úr leik í Frakklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var einu höggi frá því að komast …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ljósmynd/LET

Hvorki Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur né Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, tókst að komast í gegnum niðurskurðinni á Jabra Ladies Open-mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna, þegar annar hringur mótsins var leikinn í Evian í Frakklandi í dag.

Guðrún Brá, atvinnukylfingur úr Keili, lék annan hringinn á 76 höggum og samtals 150 höggum, átta höggum yfir pari vallarins, eftir að hafa leikið fyrsta hring á honum á 74 höggum í gær.

Var hún því hársbreidd frá því að komast í gegnum niðurskurðinn, aðeins einu höggi, þar sem þeir kylfingar sem léku á 149 höggum á fyrstu tveimur hringjunum komust áfram.

Hafnaði Guðrún Brá í 63. til 72. sæti.

Ólafía Þórunn, atvinnukylfingur úr GR, lék betur á öðrum hring í dag heldur en þeim fyrsta í gær, 77 höggum, en lauk leik á 156 höggum, 14 höggum yfir pari.

Hafnaði hún því í 100. til 103. sæti á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert