Bróðir og umboðsmaður Trent Alexander-Arnold, Tyler, hefur vakið athygli breskra fjölmiðla fyrir að líka við færslu á dögunum.
Í færslunni gagnrýndi stuðningsmaður Liverpool kaupin á Japananum Endo og að honum hafi verið boðinn langtímasamningur.
„Að eyða 16 milljónum punda í Endo og gefa honum fjögurra ára samning er ástæðan fyrir því að við þurfum yfirmann íþróttamála. Ég elska Klopp en hæfileikamatið hans getur verið ömurlegt,“ skrifaði stuðningsmaðurinn.
Tyler setti like við þessa færslu og var fólk ekki lengi að taka eftir því.
Spending £16m on Endo and handing him a 4 year deal is exactly why we need a sporting director in place.
It made no sense and still makes no sense. I love Klopp but his talent ID can stink at times.
— Laurie (@LFCLaurie) September 21, 2023