Vísindarannsókn á Skagaströnd hlaut 64 milljónir

Bettina Scholz og hópur samstarfsaðila hefur hlotið styrk til rannsóknar …
Bettina Scholz og hópur samstarfsaðila hefur hlotið styrk til rannsóknar á áhrifum PFAS efna á sjávarvistkerfið. Ljósmynd/Skagaströnd

Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd hlaut nýverið 64,8 milljóna styrk frá Rannsóknasjóði Rannís og mun nú dr. Bettina Scholz næstu þrjú ár leiða hóp samstarfsaðila vegna rannsóknar á áhrifum per- og pólýflúoroalkýlefna, svokallaðra PFAS-efna, á sjávarvistkerfið.

Fram kemur á vef sveitarfélagsins Skagastrandar að rannsóknaverkefnið sé til þriggja ára og dreifist því styrkupphæðin á árin 2023-2025. Innlendir samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum, Hafrannsóknastofnun og Tæknisetur. Erlendir samstarfsaðilar verkefnisins starfa við háskóla og rannsóknastofnanir m.a í Þýskalandi, Austuríki, Portúgal og Noregi.

Í verkefninu sem Bettina mun leiða verða lifandi kísilþörungar úr stofnasafni BioPol notaðir til þess að reyna að varpa ljósi á áhrif PFAS-efna á líf í sjó og hugsanlegar vistfræðilegar hættur sem því tengjast. Ber rannsóknaverkefnið heitið: „Per og pólýflúoroalkýlefni hitta fyrir kísilþörunga kaldtempraða beltisins og tengdar samlífisverur: Uppsöfnunarleiðir og áhrif á hreysti og auðkenningu.“

Geta verið heilsuspillandi

PFAS-efni hafa verið notuð víða en brjótast hægt niður í náttúrunni og eru því víða í umhverfinu. Hafa þau meðal annars fundist í yfirborðs- og grunnvatni um allan heim, auk þess sem þau hafa verið greind í blóði manna sem og í vefjum fiska, fugla og sjávarspendýra.

Sýnt hefur verið fram á að ákveðinn hópur þessara efna veldur truflun í lykilstarfsemi frumna með tilheyrandi heilsuspillandi áhrifum. Haaf sum efnanna verið tengd við krabbamein og ófrjósemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »