Nýjum ríkisborgurum boðið til Bessastaða

Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú bjóða fólki sem fengið hefur ríkisborgararétt á Íslandi á árinu til Bessastaða á sunnudaginn. 

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir: „Það að fá nýjan ríkisborgararétt er stór áfangi í lífi margra og skiptir miklu máli að fólk sem þannig gengur til liðs við íslenskt samfélag finni að það er hjartanlega velkomið“.

Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands býður nýjum ríkisborgurum á Íslandi til Bessastaða. Hugmyndin kemur frá forsetahjónum sjálfum þar sem að þetta tíðkast í Kanada, heimalandi Elizu.

Nýir ríkisborgarar fá boð með bréfi frá Útlendingastofnun, þar geta þeir skráð sig sem hyggjast mæta. 

Forsetahjónin taka á móti nýjum ríkisborgurum á sunnudaginn bæði kl. 13:00 og kl. 15:00. 

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert