Íslensk tækni fer til Sádi-Arabíu

Senegalskir bændur bera áburð á skika sinn. Atmonia hefur þróað …
Senegalskir bændur bera áburð á skika sinn. Atmonia hefur þróað aðferð til að framleiða ammoníak í verksmiðjum sem þurfa ekki mikla orku. Ammoníak er í dag einkum notað í áburð en hentar líka sem eldsneyti. AFP/Seyllou

Efnaframleiðslurisinn SABIC, dótturfélag Saudi Aramco, hyggst framleiða ammoníak með umhverfisvænni aðferð sem íslenska sprotafyrirtækið Atmonia hefur þróað.

Hefðbundin ammoníaksframleiðsla notast við jarðgas og verða til allt að 2,5 tonn af koltvísýringi fyrir hvert tonn af ammoníaki. Aðferð Atmonia byggist á rafgreiningu og losar engan koltvísýring, auk þess að bjóða upp á minni framleiðslueiningar sem þurfa ekki jafn mikla og stöðuga orku og venjulegar ammoníaksverksmiðjur.

Gangi allt af óskum munu SABIC og Atmonia hefja framleiðslu á ammoníaki árið 2028 eða 2029. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert