Alaba fer ekki til Englandsmeistaranna

David Alaba hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu.
David Alaba hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu. AFP

Austurríski knattspyrnumaðurinn David Alaba mun ekki ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool þegar samningur hans við Bayern München rennur út næsta sumar.

Það er Independent sem greinir frá þessu en Alaba, sem er 28 ára gamall, er með of háar launakröfur að sögn Independent.

Forráðamenn Liverpool hafa að undanförnu fundað með umboðsmönnum Alaba og hefur ákvörðun verið tekin um að bjóða austurríkismanninum ekki samning á Anfield.

Alaba er einn eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðnum þessa dagan enda ekki á hverjum degi sem góðir miðverðir eru á lausu.

Hann hefur verið sterklega orðaður við stærstu lið Englands, sem og Real Madrid og Barcelona.

Það bendir allt til þess að Alaba gangi til liðs við Real Madrid en hann verður ekki áfram í herbúðum Bayern München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert