Youtube-stjarnan Mark Goldbridge, sem fjallar um málefni Manchester United, segir leka vera innan úr búningsklefa liðsins.
Undanfarið hefur verið rætt og ritað um að Erik ten Hag, stjóri United, sé að missa klefann og að nokkrir leikmenn séu ósáttir við þjálfunaraðferðir hans.
Goldbridge segir þetta vera vegna leka úr klefanum og miðað við færslu hans virðist hann vita um hvern er að ræða, þó hann segi það ekki beint.
„Breskir leikmenn að leka upplýsingum gegn Ten Hag til Manchester Evening News aftur. Ég vil taka fram að þetta er ekki Rashford,“ skrifar Goldbridge.
Sem fyrr segir tekur Goldbridge ekki fram hvern hann er að saka um þetta en það að hann taki fram þjóðerni útilokar ansi marga.