Grannaslagurinn settur á laugardag

Keflavík og Grindavík eiga að mætast næsta laugardag.
Keflavík og Grindavík eiga að mætast næsta laugardag. Ljósmynd/Alfons Finsson

Leikur grannanna í Keflavík og Grindavík í Lengjudeild karla í fótbolta, 1. deild, verður leikinn næstkomandi laugardag klukkan 14 samkvæmt nýrri leikjaniðurröðun KSÍ. 

Er um frestaðan leik úr 15. umferð að ræða, en leikurinn er sá eini úr þeirri umferð sem á eftir að leika.

Eru næstu leikir skráðir á 8. nóvember, en óvíst er hvort hægt verði að klára Íslandsmótin eftir að Þórólfur Guðnason sóttvarnarleikir greindi frá áætlunum um að leggja til harðari sóttvarnaraðgerðir á næstu dögum. 

„Mark­miðið er að ljúka keppni í öll­um deild­um að því gefnu að tak­mark­an­ir á æf­ing­um og keppni verði af­nu­m­ar eigi síðar en 3. nóv­em­ber næst­kom­andi. Þá verður allri keppni hætt í bæði yngri flokk­um og eldri flokk­um,“ segir í yfirlýsingu sem KSÍ gaf út í síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert