Lucinity er Þekkingarfyrirtæki FVH 2024

Starfsfólk Lucinity ásamt Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.
Starfsfólk Lucinity ásamt Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Ljósmyndari: Þengill Þrastarsson

Hugbúnaðarfyrirtækið Lucinity hlaut Þekkingarverðlaun FVH 2024, en í ár voru verðlaunin veitt fyrirtæki sem hefur þróað tækninýjung og/eða gervigreind með eftirtektarverðum hætti sem hefur haft jákvæð áhrif á samfélagið í heild sinni.

Í tilkynningu frá Félagi viðskipta- og hagfræðinga (FVH) er tekið fram að Lucinity einbeitir sér að því að taka hugvit og sköpunargáfu mannfólks og styrkja það með gagnavinnslu og notkun gervigreindar. Fyrirtækið hefur unnið að hugbúnaðalausnum sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að rannsaka og berjast við fjárglæpi á skilvirkari hátt með hjálp gervigreindar.

Guðmundur Kristjánsson tekur verið verðlaunaskjali frá Forseta Íslands, Guðna Th. …
Guðmundur Kristjánsson tekur verið verðlaunaskjali frá Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Ljósmyndari: Þengill Þrastarsson

Á síðasta ári kynnti Lucinity spunagreindarlausnina Luci fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Luci er sérstillt í  heim rannsóknarvinnu á fjárglæpum og vinnur með gögn í öruggu umhverfi. Luci tekst að nýta krafta tækninnar og skila niðurstöðum á mannamáli fyrir starfsfólk sem getur þá dregið ályktanir útfrá samhengi og umfangi. Lausn Lucinity skilar viðskiptavinum þess aukinni framleiðni og getur sparað þeim u.þ.b. 5 klukkustundir á dag í greiningarvinnu. Áætlað er að peningaþvætti og aðrir fjármálaglæpir nemi 2-5% af heimsframsleiðslu ár hvert og eru lagalega kröfur á fjármálafyrirtæki til að stemma stigum við þessa glæpi töluverðar og þar spila lausnir Lucinity stórt hlutverk.

Dala.care hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH 2024

Þá hlaut fyirrtækið Dala.care Þekkingarviðurkenningu FVH árið 2024. Dala.care var þróað innan hugbúnaðarfyrirtæksins Gangverks og nýtir tækniþróun til að koma til móts við risastóra samfélagslega áskorun sem umönnun aldraða er og mun verða um ókomna tíð með hækkandi lífaldri mannkynsins og vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið.

Finnur Pálmi Magnússon stofnandi dala.care ásamt starfsfólki og Forseta Íslands …
Finnur Pálmi Magnússon stofnandi dala.care ásamt starfsfólki og Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni. Ljósmyndari: Þengill Þrastarsson


Um er að ræða miðlæga lausn sem dregur saman alla umönnun og upplýsingar sem áður þurfti mörg mismunandi kerfi til að halda utan um. Rúmt ár er síðan hugmyndavinna fór af stað en lausnin er komin í fulla notkun hjá Vestmanneyjum og heimaþjónustuaðilum í Bandaríkjunum. Innleiðing hjá Reykjavík og Sinnum heimahjúkrun er langt komin en lausnin hefur sýnt fram á jákvæða upplifun notenda, skilvirkari vinnubrögð, aukið aðgengi að upplýsingum og tímasparnað með upptöku stafrænna lausna í stað pappírsferla.

„Dala.care vinnur í átt að skilvirkari þjónustu og bættri upplifun fyrir alla notendur og samélagið í heild sinni og er því vel að því komið að hljóta Þekkingarviðurkenningu FVH árið 2024,“ segir m.a. í mati dómnefndar.

Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga voru afhent í 24. skiptið af Forseta  Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þann 8. Maí. Í dómnefnd þekkingarverðlaunna sátu þrír einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi þau Eggert Claessen, Hrönn Greipsdóttir og Andri Guðmundsson ásamt tveimur stjórnarmönnum FVH þeim Huldu Halldórsdóttur og Þórarni Hjálmarssyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK