Haukar lögðu Fjölni á Ásvöllum

Keira Robinson átti mjög góðan leik með Haukum í kvöld.
Keira Robinson átti mjög góðan leik með Haukum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Haukar unnu sannfærandi sigur á Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld, 92:74. Haukar eru einar í öðru sæti deildarinnar en Valskonur geta jafnað Hauka að stigum með sigri á Grindavík og stendur leikur liðanna yfir þegar þetta er skrifað.

Fjölnir er í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á eftir Grindavík.

Keira Robinson dró vagninn fyrir Hauka en hún skoraði 30 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Þá var hún með tvo stolna bolta. Í liði Fjölnis skoraði Brittany Dinkins einnig 30 stig. Þá var hún með fimm stoðsendingar, fimm fráköst og tvo stolna bolta að auki.

Haukar - Fjölnir 92:74

Ásvellir, Subway deild kvenna, 19. mars 2023.

Gangur leiksins: 3:6, 11:14, 18:14, 26:17, 30:21, 36:25, 39:30, 44:34, 48:36, 60:38, 62:41, 67:52, 77:52, 88:64, 90:72, 92:74.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 30/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 23, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 13/5 stoðsendingar/7 stolnir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 11/11 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Agnes Jónudóttir 5/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Fjölnir: Brittany Dinkins 30/5 fráköst/5 stoðsendingar, Urté Slavickaite 18/5 fráköst, Heiður Karlsdóttir 9/5 fráköst, Simone Sill 7/8 fráköst, Victoría Lind Kolbrúnardóttir 5, Shanna Dacanay 3, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 89.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert