Gular viðvaranir víðast hvar

Það verður leiðindaveður á landinu í dag.
Það verður leiðindaveður á landinu í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í dag nema á Austfjörðum, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu klukkan 10.

Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi.

Um hádegi verða 15-23 metrar á sekúndu, hvassast sunnan- og vestanlands. Skúrir verða eða slydduél, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Dregur heldur úr vindi í nótt. Vestlæg átt og 10-18 m/s verða á morgun, en hægari norðanlands. Víða verða skúrir eða slydduél en bjart verður með köflum suðvestan til. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert