Fótbolti

Inter bikar­meistari þökk sé tvennu Mar­tínez

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Meistarar.
Meistarar. Inter

Inter sigraði Fiorentina 2-1 í úrslitum Coppa Italia, bikarkeppni karla í knattspyrnu á Ítalíu, í kvöld.

Inter er að berjast á öllum vígstöðvum en liðið hefur ekki enn tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðið er hins vegar komið í úrslit keppninnar þar sem það mætir Manchester City þann 10. júní næstkomandi.

En að leik kvöldsins, það var sem leikmenn Inter væru annars hugar þar sem Nicolas Gonzalez kom Fiorentina yfir strax á 3. mínútu. Jonathan Ikoné með stoðsendinguna.

Þegar tæpur hálftími var liðinn jafnaði Inter hins vegar metin. Argentínski framherjinn Lautaro Martínez með markið - hans 27. á leiktíðinni - eftir sendingu frá Marcelo Brozović. Aðeins átta mínútum var staðan orðin 2-1 Inter í vil.

Hetja Inter.Francesco Scaccianoce/Getty Images

Aftur var það Martínez sem setti boltann í netið, að þessu sinni eftir sendingu Nicolò Barella. Meira var ekki skorað í fyrri hálfleik og Inter því yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik lagði Inter einfaldlega rútunni og sigldi sigrinum í höfn. Lokatölur 2-1 og Inter bikarmeistari á Ítalíu árið 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×