31 kórónuveirusmit greindist innanlands

Frá skimun á Egilsstöðum.
Frá skimun á Egilsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

31 kór­ónu­veiru­smit greindist innanlands í gær, þar af 19 hjá óbólusettum, 11 hjá fullbólusettum og eitt hjá hálfbólusettum. 15 voru utan sóttkvíar við greiningu. Fólki í sóttkví og einangrun hefur fækkað á milli daga.

25 smitanna greindust í einkennasýnatöku en sex í sóttkvíar- og handahófsskimun. Sex voru á sjúkra­húsi í gær veikir af Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu.

Sex kórónuveirusmit greindust á landamærunum, þrjú þeirra eru virk en í þremur tilvikum er mótefnamælingar beðið. Virku smitin greindust hjá bólusettum, óbólusettum og hálfbólusettum einstaklingum. 

Tæplega 3.000 sýni voru tekin í gær. 2,51% einkennasýna voru jákvæð en innan við eitt prósent annarra sýna.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 164,7. Nýgengið á landamærunum er nú 7,1.

Fólki í sóttkví og einangrun hefur fækkað nokkuð á milli daga. 792 eru nú í sóttkví, 128 færri en í gær, og 453 í einangrun, sem þýðir að fólki í einangrun hefur fækkað um 53 á milli daga. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert