fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
433Sport

Vond tölfræði Víkings í síðustu umferð – Tveir sigrar frá árinu 1992

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 14:30

Sölvi og Kári á góðri stundu. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingar ganga um í draumalandi í dag, liðið fór á topp efstu deildar karla í knattspyrnu í gær og er með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Liðið á heimaleik gegn Leikni í lokaumferðinni. Víkingur er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar á Breiðablik.

Leiknir hefur svo gott sem kastað inn handklæðinu í síðustu leikjum eftir frábærar frammistöðu framan af móti. Ekkert lið fyrir utan Fylki hefur sótt jafn lítið af stigum og Leiknir í síðustu fimm leikjum. Leiknir hefur aðeins sótt eitt stig af 15 mögulegum.

Lokaumferðin hefur þó ekki gefið vel af stigum fyrir Víkinga ef að sagan er skoðuð. Víkingur unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum í lokaumferð í efstu deild. Árin 2012 og 2013 var Víkingur í næst efstu deild.

Ef sigrarnir árið 2019 og 2016 eru teknir út fyrir sviga þarf að fara til ársins 1992 til að finna sigurleik hjá Víkingum í síðustu umferð efstu deildar. Þá vann Víkingur sigur á föllnum Blikum.

Ef Breiðablik tekst að leggja HK í lokaumferðinni þarf Víkingur að vinna Leikni á heimavelli til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

2020:
Víkingur 2 – 2 KA (Leikurinn var sá síðasti í mótinu)

2019:
ÍA 1 – 5 Víkingur

2018:
Víkingur 2 – 3 KR

2017:
Valur 4 – 3 Víkingur

2016:
Þróttur 1 – 2 Víkingur

2015:
KR 5 – 2 Víkingur

2014:
Keflavík 2 – 0 Víkingur

2012-2013:
Víkingur ekki í efstu deild

2011:
Fram 2 – 1 Víkingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nú líklegast að hann haldi norður í sumar

Nú líklegast að hann haldi norður í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning eftir frábært tímabil

Skrifar undir nýjan samning eftir frábært tímabil
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag í sögubækurnar með tapinu í gær

Ten Hag í sögubækurnar með tapinu í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefði dugað til að skáka Ferguson í sjö tilfellum

Hefði dugað til að skáka Ferguson í sjö tilfellum