Greiði tíu milljónir í sekt

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.isÓmar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn til að greiða annars vegar um 5,5 milljónir króna og hins vegar um 4,3 milljónir í sekt fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og bókhald.

Dómurinn féll 14. október en hefur nú verið birtur.

Mennirnir voru ákærðir fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti á árunum 2013 og 2014 í tengslum við rekstur einkahlutafélagsins Svartaskarðs sem nú er afskráð.

Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að fjárhæðin sem þeim var gefið að sök að hafa vanframtalið dugi ekki ein og sér til að brot þeirra teljist stórfellt. Þeir voru einnig sýknaðir af ákæru um peningaþvætti.

Fresta skal greiðslu helmings sektar mannanna í þrjú ár frá birtingu dómsins. Sú upphæð skal falla niður að þeim tíma loknum haldi þeir skilorði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert