Danir á HM í Katar

Joakim Mæhle (5) fagnar sigurmarki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum …
Joakim Mæhle (5) fagnar sigurmarki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Danmörk tryggði sér í kvöld sæti í lokakeppni HM karla í knattspyrnu sem fer í Katar á næsta ári. 

Danir hafa tryggt sér sæti í keppninni með sérstökum glæsibrag því liðið hefur unnið alla átta leikina til þessa í F-riðli og hefur ekki fengið á sig eitt einasta mark. 

Danmörk vann Austurríki 1:0 í Kaupmannahöfn í kvöld. Skotland er sjö stigum á eftir og getur ekki náð Danmörku þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Færeyingar eru með 4 stig í riðlinum og eru í 5. sæti af sex liðum. 

Skotland náði að kreista fram 1:0 sigur gegn Færeyingum í Færeyjum. Ísrael vann Moldóvu 1:0 og er í þriðja sæti riðilsins með 13 stig. 

Úrslit kvöldsins: 

A-RIÐILL:
Portúgal – Lúxemborg 5:0
Serbía – Aserbaídsjan 3:1
Staðan:
Serbía 17, Portúgal 16, Lúxemborg 6, Írland 5, Aserbaídsjan 1.

B-RIÐILL:
Kósovó – Georgía 1:2
Svíþjóð – Grikkland 2:0
Staðan:
Svíþjóð 15, Spánn 13, Grikkland 9, Kósovó 4, Georgía 4.

C-RIÐILL:
Búlgaría – N-Írland 2:1
Litháen – Sviss 0:4
Staðan:
Ítalía 14, Sviss 14, Búlgaría 8, N-Írland 5, Litháen 3.


D-RIÐILL:
Kasaktstan – Finnland 0:2
Úkraína – Bosnía 1:1
Staðan:
Frakkland 12, Úkraína 9, Finnland 8, Bosnía 7, Kasaktstan 3.

F-RIÐILL:
Danmörk – Austurríki 1:0
Færeyjar – Skotland 0:1
Ísrael – Moldóva 2:1
Staðan:
Danmörk 24, Skotland 17, Ísrael 13, Austurríki 10, Færeyjar 4, Moldóva 1.

I-RIÐILL:
Albanía – Pólland 0:1
England – Ungverjaland 1:1
San Marínó – Andorra 0:3
Staðan:
England 20, Pólland 17, Albanía 15, Ungverjaland 11, Andorra 6, San Marínó 0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert