Ekkert innanlandssmit í gær

Frá skimun við Suðurlandsbraut.
Frá skimun við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram á Covid.is. Á landamærunum er beðið eftir mótefnamælingu í einu tilviki. Níu eru á sjúkrahúsi, sem er einum fleira en í gær. 25 eru í einangrun sem er fækkun um tvo. 

Tekið var 671 sýni, þar af 398 vegna landamæraskimunar. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er komið niður í 1,6. Á landamærunum er það 4,9. 

19 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, þrír á Norðurlandi eystra, tveir á Suðurnesjum og einn á Suðurlandi. Eitt barn á aldrinum 1 til 5 ára er í einangrun, sem er fækkun um einn. 

Alls eru 967 í skimunarsóttkví, sem er fjölgun um 76, en 26 eru í sóttkví. 

Aðeins tvö kórónuveirusmit hafa greinst hérlendis síðan 12. febrúar.

Búast má við tilslökunum innanlands á næstunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær þess efnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert