„Einbeittur brotavilji“ og „skattsvik“ Sigríðar

Sigríður Dögg og Hjálmar á samsettri mynd.
Sigríður Dögg og Hjálmar á samsettri mynd. Samsett mynd

Hjálm­ar Jóns­son, sem var sagt upp sem fram­kvæmda­stjóra Blaðamanna­fé­lags Íslands (BÍ) í gær, seg­ir að það liggi fyr­ir í sam­töl­um sín­um við formann fé­lags­ins að hann hafi gerst sek­ur um að skjóta tekj­um und­an skatti í þrjú ár.

Hann seg­ir að soðið hafi end­an­lega upp úr á milli hans og for­manns­ins þegar hann hafi neitað for­mann­in­um um skoðun­araðgang að reikn­ing­um fé­lags­ins.

„Það hefði ekki kom­ist upp nema vegna þess að skattyf­ir­völd kölluðu eft­ir upp­lýs­ing­um frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekj­ur til skatts í eitt ár get­ur verið mis­tök, í tvö ár kannski heimska, en í þrjú ár sam­fleytt hlýt­ur að telj­ast ein­beitt­ur brota­vilji. Í mínu ung­dæmi hétu þetta skattsvik en á ný­ís­lensku nú­ver­andi for­manns heit­ir þetta endurálagn­ing!” skrif­ar Hjálm­ar í aðsendri grein á Vísi og á þar við Sig­ríði Dögg Auðuns­dótt­ur, formann BÍ.

Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Hjálm­ar að hon­um hefði verið sagt upp eft­ir ágrein­ing við Sig­ríði Dögg. Hann sagði hana ekki starfi sínu vax­inn. Hún væri ekki með hrein­an skjöld í fjár­mál­um og hefði ekki gefið skýr­ing­ar í þeim efn­um.

Hjálmar Jónsson.
Hjálm­ar Jóns­son. mbl.is/​Hari

Regl­urn­ar gildi um alla aðra

Í grein sinni á Vísi seg­ir Hjálm­ar það hafa verið skylda sín sem fram­kvæmda­stjóri BÍ að standa vörð um orðstír fé­lags­ins en því miður hafi hann verið held­ur einmana und­an­farið í því hlut­verki. Aft­ur á móti hafi hann ít­rekað beðið for­mann­inn um að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um. Einnig hafi hann látið skoðun sína í ljós á meðan hann fékk að sækja stjórn­ar­fundi fé­lags­ins. Skoðun hans hafi ekki komið aft­an að nein­um held­ur hafi hún legið fyr­ir frá upp­hafi.

„Nú­ver­andi formaður BÍ er illa hald­in af „ís­lensku veik­inni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálf­um sér sérregl­ur og öll­um öðrum aðrar regl­ur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upp­lifað það á fjöru­tíu ára ferli sem blaðamaður, að brota­menn setji í herðarn­ar og segi manni að éta það sem úti frýs, regl­urn­ar gildi um alla aðra en þá,” skrif­ar Hjálm­ar jafn­framt.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekk­ert „frekjukalla­syndróm“

Hann held­ur áfram og seg­ir formann Blaðamanna­fé­lags Íslands þurfa að hafa hrein­an skjöld.

„Það sorg­lega er að nú­ver­andi formaður hef­ur tekið eig­in hags­muni fram yfir hags­muni fé­lags­ins. Það er til skamm­ar fyr­ir nú­ver­andi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg,” skrif­ar hann.

„Þetta er ekki „frekjukalla­syndróm“ eins og ein­hver gæti haldið. Því til sönn­un­ar var ég bú­inn að starfa vand­ræðalaust með nú­ver­andi formann í rúm tvö ár áður en upp­lýs­ing­ar um skattaunda­skot henn­ar komu fram.”

„Vildi fá skoðun­araðgang að reikn­ing­um“

Jafn­framt seg­ir Hjálm­ar að soðið hafi end­an­lega upp úr á milli hans og Sig­ríðar Dagg­ar í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðun­araðgang að reikn­ing­um fé­lags­ins.

„Ég hafnaði því al­farið, enda full­kom­lega óeðli­legt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eft­ir öll­um upp­lýs­ing­um úr bók­haldi fé­lags­ins, en viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar um hverj­ir fá end­ur­greidd­an sál­fræðikostnað eða eru að glíma við krabba­mein, svo dæmi séu tek­in, koma þeim að sjálf­sögðu ekki við.”  Að veita öðrum aðild að slík­um upp­lýs­ing­um væri lög­brot.

Hjálmar á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir fimm árum síðan.
Hjálm­ar á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara fyr­ir fimm árum síðan. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hafnaði starfs­loka­samn­ingi

Loks þakk­ar seg­ist Hjálm­ar hafa fundið mik­inn stuðning frá fé­lög­um í BÍ und­an­far­inn sól­ar­hring.

„Ég trúi því að stjórn fé­lags­ins standi til þess að gera ein í þess­ari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfs­loka­samn­ing­ur sem ég að sjálf­sögðu hafnaði. Maður samþykk­ir ekki svona vinnu­brögð þó all­ur gjald­eyr­is­forði Seðlabank­ans sé í boði.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert