Bjarni var 86 ára gamall og staddur í jarðarför hjá vini sínum Finn Meier í Danmörku þegar hann lést í gær, þann 14. september. Bjarni var KR-ingur númer eitt, spilaði með félaginu um árabil og sömuleiðis fyrir íslenska landsliðið og spilaði sögulegan leik, bæði fyrir KR og Liverpool árið 1964.
Sá leikur var viðureign Liverpool og KR þann 14. september 1964 en um var að ræða fyrsta Evrópuleik Liverpool á heimavelli sínum Anfield.
Í tilefni þess birti Liverpool færslu á Facebook í gær um þennan tiltekna leik sem fór fram fyrir 59 árum og birti mynd úr leiknum.
Þar má sjá Bjarna Felixson í KR treyjunni á Anfield, lengst til vinstri á myndinni, en leiknum lauk með 6-1 sigri liðsins frá Bítlaborginni og einvíginu í heild sinni lauk með samanlögðum 11-1 sigri Liverpool.