Rússneskur hermaður baðst fyrirgefningar

Vadím Shishimarín í dómsalnum.
Vadím Shishimarín í dómsalnum. AFP

Fyrsti rússneski hermaðurinn sem réttað hefur verið yfir vegna stríðsglæpa í Úkraínu bað um fyrirgefningu í dómsal í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í morgun.

Þar lýsti hann því í smáatriðum hvernig hann drap almennan borgara fljótlega eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Ekkjan Kateryna Shelipova, lengst til hægri, í dómsalnum.
Ekkjan Kateryna Shelipova, lengst til hægri, í dómsalnum. AFP

„Ég veit að þú munt ekki fyrirgefa mér en samt sem áður þá bið ég þig um fyrirgefningu,“ sagði Vadím Shishimarín, 21 árs hermaður, í dómsalnum.

Ávarpaði hann þar ekkju 62 ára manns sem hann viðurkenndi að hafa drepið á fyrstu dögum innrásarinnar.

AFP

Alþjóðlegi stríðsglæpa­dóm­stóll­inn (ICC) hef­ur sent stærsta vett­vangsteymi í sögu dóm­stóls­ins til Úkraínu. Í teym­inu eru 43 rann­sak­end­ur, rétt­ar­meina­fræðing­ar og aðstoðarfólk sem munu safna sönn­un­ar­gögn­um um meinta stríðsglæpi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert