Fótbolti

Hallbera og Andrea Mist skiptu stigunum á milli sín í fyrsta leik tímabilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hallbera Gísladóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Hallbera Gísladóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Växjö tók á móti AIK þegar sænska úrvalsdeildin fór af stað í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði allan leikinn fyrir AIK sem gerði 1-1 jafntefli gegn Andreu Mist Pálsdóttur og félögum hennar í Växjö. 

Það voru stelpurnar í Växjö sem voru hættulegri framan af leik, en besta færi þeirra kom á 30. mínútu þegar Signe Andersen steig á vítapunktinn. Milla-Maj Majasaari varði frá Signe og því var markalaust þegar flautað var til hálfleiks.

Enn var allt jafnt þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. AIK tóks loksins að brjóta ísinn á 71. mínútu með marki frá Noru Ronnfors.

Växjö gáfust þó ekki upp, en á 85. mínútu fengu þær aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Í þetta skipti fór Emmi Alanen á punktinn og tryggði liði sínu eitt stig.

Hallbera Gísladóttir spilaði sem áður segir allan leikinn fyrir AIK, en Andrea Mist þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×