Tveir íslenskir bikarmeistarar í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson.
Aðalsteinn Eyjólfsson. Ljósmynd/Erlangen

Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði liði Kadetten til sigurs gegn Kriens í úrslitaleik svissnesku bikarkeppninni í handknattleik í Bern í Sviss í dag.

Leiknum lauk með 22:21-sigri Kadetten sem var einu marki yfir í hálfleik, 12:11.

Staðan var jöfn, 21:21, þegar rúm mínúta var til leiksloka en þá skoraði Bartók Donát sigurmark leiksins.

Aðalsteinn hefur stýrt liði Kadetten frá síðasta sumri en hann þjálfaði áður Erlangen í Þýskalandi.

Harpa Rut Jónsdóttir varð einnig svissneskur bikarmeistari í dag en lið hennar, Zug, vann Spono Eagles, 29:26, í bikarúrslitaleiknum í kvennaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert