Skoðaðu kortið af Aeternum, eyjunni í New World

Grafík/Amazon Games/New World

Tölvuleikjafyrirtækið Amazon Games mun gefa út leikinn New World þann 28. september en leikurinn er í opinni tilraunaútgáfu sem stendur.

Grafík/Amazon Games/New World

Landkönnuðir á yfirnáttúrulegri eyju

Tölvuleikurinn New World er fjölspilunarleikur í opnum heim og leikmenn spreyta sig sem landkönnuðir á yfirnáttúrulegu eyjunni Aeternum. Leikurinn býður uppá ýmsa bardaga en leikmenn koma einnig til með að smíða innanleikjar úr efnivið eyjunnar.

Kortið að eyjunni hefur verið birt fyrir almenning og geta áhugasamir nú þegar skoðað kortið og lært ýmislegt um helstu staði eyjunnar. Twitter rás tölvuleiksins lét einnig vita af þessum spennandi eiginleika sem heimasíða tölvuleiksins býður upp á.

Örlög sálarinnar í þínum höndum

Í þúsundir ára hefur dularfulla eyjan Aeternum verið uppspretta ótrúlegra goðsagna - og nú hefur þú fundið hana. Strandaður, með engar vörubirgðir eða bandamenn þarft þú að lifa í þessum hættulega heim þar sem grandvallarreglur lífs og dauða eiga ekki við.

Töfrar flæða í gegnum Aeternum. Eyjan gefur líf, einstaka heilun, endurlífgun hinna dauðu og undarlegs náttúrulífs með töfrabundinna eiginleika. Eyjan býður einnig upp á hremmingar, völdin til þess að orsaka eyðileggingar og hægfara niðurbrots sálarinnar í gegnum endalausar hringrásir af dauða og endurlífgun.

Á landi sem þessu, eru örlögin algjörlega í þínum höndum.

Hér að neðan er kynningarstikla af leiknum og leikinn er hægt að kaupa á Steam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert