Segir kirkjuna hafa brugðist hinsegin samfélaginu

Guðrún Karls Helgudóttir verðandi biskup
Guðrún Karls Helgudóttir verðandi biskup mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, sem verður næsti bisk­up þjóðar­inn­ar, er í ít­ar­legu viðtali í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Þar er hún spurð um viðhorf kirkj­unn­ar til sam­kyn­hneigðra, sem ein­kennd­ist um tíma af höfn­un.

„Kirkj­an brást. Þar af leiðandi stend­ur hún í skuld við hinseg­in sam­fé­lagið. Kirkj­an átti strax að opna faðm sinn fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um. Meiri­hluti presta stóð samt alltaf með hinseg­in sam­fé­lag­inu, það er mik­il­vægt að því sé haldið til haga, þótt kirkj­an sjálf gerði það ekki form­lega fyrr en of seint,“ seg­ir Guðrún.

Önnur dótt­ir Guðrún­ar er trans. „Það kom okk­ur mjög á óvart þegar hún sagði okk­ur frá því en það var haustið eft­ir að hún fermd­ist,“ seg­ir Guðrún. „Við velj­um ekki hvaða verk­efni við fáum sem for­eldr­ar og verk­efni okk­ar er fyrst og fremst að elska, styðja og standa með börn­un­um okk­ar. Ég hef alltaf verið með op­inn huga fyr­ir því að við mann­fólkið erum alls kon­ar en þetta varð þó til þess að ég finn enn sterk­ar hversu miklu máli það skipt­ir að við tök­um öll­um mann­eskj­um eins og þær eru og ber­um virðingu fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um. Ég held að ný kyn­slóð sé að kenna okk­ur ým­is­legt þegar kem­ur að þessu.“

Ítar­lega er rætt við Guðrúnu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert