Leikur tveggja hálfleika í Garðabæ

Alexander Lindqvist sækir að Hattarmönnum í Garðabænum í kvöld.
Alexander Lindqvist sækir að Hattarmönnum í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Eggert

Stjarnan er með fullt hús stiga í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir þægilegan sigur gegn Hetti í Mathúsi Garðabæjar-höllinni í Garðabæ í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 97:70-sigri Stjörnunnar en Ægir Þór Steinarsson átti mjög góðan leik fyrir Stjörnuna og skoraði 15 stig, tók fimm fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Hattarmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 25:20. Garðbæingar sóttu í sig veðrið í öðrum leikhluta og Höttur leiddi með þremur stigum í hálfleik, 42:39.

Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti, skoraði 28 stig gegn 13 stigum Hattar. Hattarmenn voru aldrei líklegir til þess að koma til baka eftir það og Stjarnan fagnaði öruggum 27 stiga sigri í leikslok.

Alexander Lindqvist skoraði 14 stig í liði Stjörnunnar en Matej Karlovic var stigahæstur Hattarmanna með 19 stig.

Stjarnan fer með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar og er með 4 stig eftir tvo leiki en Höttur er áfram stigalaust í neðsta sæti deildarinnar.

Mathús Garðabæjar höllin, Dominos deild karla, 14. janúar 2021.

Gangur leiksins: 10:8, 13:15, 15:18, 17:25, 22:29, 30:31, 38:36, 39:42, 47:42, 51:45, 61:50, 67:55, 73:61, 80:65, 88:65, 97:70.

Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 15/5 fráköst/9 stoðsendingar, Alexander Lindqvist 14/7 fráköst, Mirza Sarajlija 11, Arnþór Freyr Guðmundsson 11/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 10, Gunnar Ólafsson 10, Friðrik Anton Jónsson 8, Hlynur Elías Bæringsson 7/11 fráköst, Dúi Þór Jónsson 7, Orri Gunnarsson 3, Egill Agnar Októsson 1.

Fráköst: 34 í vörn, 8 í sókn.

Höttur: Matej Karlovic 19/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst, Michael A. Mallroy ll 13, Dino Stipcic 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Snaer Gretarsson 6, Sævar Elí Jóhannsson 3, David Guardia Ramos 3/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Helgi Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert