LeBron íhugar að leggja skóna á hilluna

LeBron James, til vinstri, ásamt Anthony Davis í leiknum í …
LeBron James, til vinstri, ásamt Anthony Davis í leiknum í nótt. AFP/Harry How

LeBron James, leikmaður bandaríska körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, er sagður vera að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Liðið tapaði gegn Denver Nuggets á heimavelli í nótt, 113:111,  og var þar með sópað út úr úrslitakeppninni eftir fjóra tapleiki í röð í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Stórleikur James dugði ekki til en hann skoraði 40 stig í leiknum.

Að sögn ESPN er kappinn, sem er 38 ára og hefur lokið 20 keppnistímabilum, að íhuga að hætta í körfubolta.

Chris Haynes, fréttamaður hjá TNT, sagði einnig í tísti að samkvæmt sínum heimildum væri James að spá í að segja þetta gott.

James skrifaði undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Lakers í ágúst í fyrra sem gildir út tímabilið 2024 til 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert