Áfram á Fáskrúðsfirði eftir fall

Brynjar Skúlason til hægri með aðstoðarþjálfaranum Amir Mehica.
Brynjar Skúlason til hægri með aðstoðarþjálfaranum Amir Mehica. Ljósmynd/Leiknir Fáskrúðsfirði

Brynjar Skúlason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Leiknis frá Fáskrúðsfirði og mun hann halda áfram að þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu.

Brynjar kom Leikni úr 2. deild og upp í 1. deild á þarsíðasta tímabili en liðið féll aftur niður í 2. deild í sumar á markatölu þar sem liðið var í neðsta sæti þegar tímabilið var flautað af, tveimur umferðum áður en mótið átti að klárast.

„Stefnan er að sjálfsögðu sett á að endurheimta sætið í Lengjudeildinni sem tapaðist með jafn hörmulegum hætti og raun ber vitni. Það þarf ekki að tyggja það ofan í Leiknisfólk eða knattspyrnuáhugamenn almennt að þetta eru góð tíðindi, enda Brynjar frábær þjálfari.

Fréttir af samningum við leikmenn eru handan við hornið og gott útlit með að við höldum flestum af „heimastrákunum“. Við óskum Brynjari og Leiknisfólki innilega til hamingju með framlenginguna á samstarfinu!“ segir í frétt félagsins á heimasíðu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert