Varnarsinnað hjá United – Ronaldo á bekknum

Cristiano Ronaldo fær sér sæti á bekknum.
Cristiano Ronaldo fær sér sæti á bekknum. AFP

Byrjunarliðið sem Michael Carrick, bráðabyrgðastjóri Manchester United, stillir upp í leiknum gegn Chelsea í dag  hefur vakið athygli, en það er afar varnarsinnað.

Carrick stillir upp þriggja manna miðju með þá Scott McTominay, Nemanja Matic og Fred, en þeir eru allir varnarsinnaðir. Þá er miðjumaðurinn Bruno Fernandes fremsti maður á meðan Cristiano Ronaldo þarf að fá sér sæti á bekknum.

Alls gerir Carrick fjórar breytingar frá síðasta leik. Matic, Eric Bailly, Fernandes og Marcus Rashford koma inn fyrir Harry Maguire, Donny van de Beek, Ronaldo og Anthony Martial.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gearir þrjár breytingar á liði Chelsea. Marcus Alonso, Ruben Loftus-Cheek og Timo Werner koma inn fyrir Ben Chilwell, N'Golo Kanté og Christian Pulisic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka