Innlent

Um sautján hundruð jarðskjálftar mælst frá miðnætti

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarfólk stendur vaktina við Keili.
Björgunarsveitarfólk stendur vaktina við Keili. Vísir/Vilhelm

Óróamerki er einn vel greinanalegt á Reykjanesi suður af Keili við Litla Hrút og sést óróinn best á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga, þó það hafi heldur minkað eftir klukkan fimm í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar nú fyrir stundu.

Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um 1700 jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, sá stærsti var 4,1 að stærð klukkan 02:12 í nótt, en flestir skjálftar seinni partinn voru minni. Sá særsti var í kvöld kl. 20:17 og var 3,8 að stærð. Alls hafa hátt í sjötíu skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá því á mánudaginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×