Góð uppskera á sundmóti RIG

Anton Sveinn McKee glaðbeittur eftir að hafa sigrað í 200 …
Anton Sveinn McKee glaðbeittur eftir að hafa sigrað í 200 metra bringusundi í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Sundmóti Reykjavíkurleikanna 2023 er lokið með frábærum árangri. Mörg mótsmet voru sett, tíu íslenskir sundmenn náðu lágmörkum og Íslandsmet féllu.

Anton Sveinn McKee úr SH fullkomnaði þrennuna í dag þar sem hann sigraði í 50, 100 og 200 metra bringusundi yfir helgina. Hann tryggði sig auk þess inn á HM50 í Fukuoka í Japan, sem mun fara fram frá 23. til 30. júlí. 

Anton Sveinn sigraði í 50 metra og 200 metra bringusundi í dag. Þá sigraði Símon Elías Statkevicius úr SH í 100 metra flugsundi karla.

Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu afrekin.
Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu afrekin. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Uppskeran var góð um helgina en tíu sundmenn náðu lágmörkum fyrir mót ársins. Það þykir boða góðan árangur að margir sundmenn eru að ná lágmörkum á stórmótin í sumar svona snemma á tímabilinu. 

  • Snorri Dagur Einarsson, SH, náði lágmarki á EMU í 50 m bringusundi 
  • Hólmar Grétarsson, SH, náði lágmarki á EYOF í 400 m fjórsundi og NÆM í 400 m fjórsundi og 400 m skriðsundi
  • Magnús Víðir Jónsson, SH, náði lágmarki inn á NÆM í 200 m og 1500 m skriðsundi.
  • Ásdís Steindórsdóttir, Breiðablik, náði lágmarki inn á NÆM í 800 m skriðsundi.
  • Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni náði inn á NÆM í 100 m baksundi 
  • Ástrós Lovísa Hauksdóttir, ÍRB, náði lágmarki á NÆM í 100 m baksundi.
  • Vala Dís Cicero, SH, inná EYOF og NÆM í 100 m og 200 m skriðsundi.
  • Einar Margeir Ásgeirsson, ÍA, náði lágmarki á EMU í 50 m bringusundi.
  • Sólveig Freyja Hákonardóttir, Breiðablik, náði lágmarki á NÆM í 400 m skriðsundi.
  • Anton Sveinn Mckee, SH, náði lágmarki á HM50 í 200 m bringusundi

Sigurvegarar dagsins í hverri grein:

  • 50 m baksund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
  • 50 m bringusund karla: Anton Sveinn McKee, SH
  • 50 m flugsund kvenna: Martina Cibulkova, Vskuk
  • 50 m skriðsund karla: Thomas Leggett, Larne SC
  • 400 m skriðsund kvenna: Beatrice Varley, Playmouth Leander 
  • 200 m fjórsund karla: John Mr Britton, Ealing SC
  • 200 m baksund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
  • 100 m baksund karla: Gideon Hollinsky, Plymouth Leander
  • 100 m bringusund kvenna: Georgia Gussey, Plymouth Leander
  • 200 m bringusund karla: Anton Sveinn Mckee, SH
  • 200 m flugsund kvenna: Evangeline Belt, Plymouth Leander
  • 100 m flugsund karla: Símon Elías Statkevicius, SH
  • 100 m skriðsund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
  • 200 m skriðsund karla: Thomas Leggett, Larne SC

Pen­inga­verðlaun fyr­ir bestan árangur helgarinnar samkvæmt stigatöflu:

Í lok móts voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir fimm bestu af­rek helgar­inn­ar sam­kvæmt stiga­gjöf FINA, Alþjóða sund­sam­bands­ins, þar sem greidd­ar eru 1.000 evr­ur fyr­ir stiga­hæsta af­rekið, 700 evr­ur fyr­ir annað sætið, 500 evr­ur fyr­ir þriðja sætið, 200 evr­ur fyr­ir fjórða sætið og sá sem end­ar í fimmta sæti fær 100 evr­ur. 

  • Í fyrsta sæti var Anton Sveinn McKee, SH, fyrir 200 m bringusund, 862 stig
  • Í öðru sæti var Danielle Hill, Larne SC, fyrir 50 m baksund, 827 stig 
  • Í þriðja sæti var Beatrice Varley, Playmouth Leander, fyrir 200 m skriðsund, 769 stig
  • Í fjórða sæti var Steingerður Hauksdóttir, SH, fyrir 50 m baksund, 759 stig
  • Í fimmta sæti var Thomas Leggett, Larne SC fyrir 100 m skriðsund, 741 stig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert