Team Rynkeby lýkur hringnum á morgun

Team Rynkeby renndi í hlað í Vík í Mýrdal síðdegis …
Team Rynkeby renndi í hlað í Vík í Mýrdal síðdegis í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Það er bara búið að ganga mjög vel. Við erum búin að hjóla núna einhverja 750 kílómetra, við erum búin að fara hringinn í kring um landið hjólandi og keyrandi,“ segir Guðmundur S. Jónsson, liðsstjóri Team Rynkeby sem renndi í hlað í Vík í Mýrdal síðdegis í dag.

Team Rynkeby hóf ferðalagið frá Barnaspítala Hringsins síðastliðinn laugardag og endar túrinn á Kia Gullhringnum á morgun, en tilgangur ferðarinnar er að safna fé fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

mbl.is/Jónas Erlendsson

Guðmundur segir hópinn hafa fengið alls kyns veður á leiðinni, en hjólarar eru 29 og ellefu eru í þjónustuliði Team Rynkeby.

„Söfnunin hefur gengið vel, en við gefum það aldrei upp fyrr en við afhendum allt styrktarfé í lok september,“ segir Guðmundur, en í fyrra safnaði Team Rynkeby 23,6 milljónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

mbl.is/Jónas Erlendsson

„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur alls staðar þar sem við höfum komið og þeir sem eru að keyra vegina vinka okkur og eru margir mjög tillitssamir.“

Hægt er að heita á Team Rynkeby með því að hringja í eftirfarandi styrktarnúmer: 907-1601 kr 1.500 - 907-1602 kr 3.000 - 907-1603 kr 5.000, auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum í gegnum reikningsnúmer 537-26-567 kt. 580216-0990.

mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert