Tæplega þrjú hundruð hafa látið lífið vegna Freddy

Eyðileggingin er mikil í Blantyre.
Eyðileggingin er mikil í Blantyre. AFP/AMOS GUMULIRA

Meira en 270 manns hafa nú látið lífið samanlagt í Mósambík, Malaví og Madagaskar eftir að fellibylurinn Freddy reið þar yfir í annað sinn. Þá eru 707 særðir vegna hans og 41 týndur.

Mikil rigning, flóð og aurskriður hafa fylgt fellibylnum og eyðilagt heimili, brýr og vegi. Ein stærsta borg Malaví, Blantyre hefur komið einna verst út út fellibylnum.   

Viðbragðsaðilar í Malaví sinna nú björgunaraðgerðum en þó að þúsundum hafi verið bjargað reynist erfitt að hjálpa þúsundum til viðbótar. Meðal annars vegna rafmagnsleysis í landinu.

Reuters greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert