Íslendingarnir áberandi þegar Magdeburg vann Lemgo

Ómar Ingi Magnússon á landsliðæfingu í síðasta mánuði.
Ómar Ingi Magnússon á landsliðæfingu í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magdeburg og Lemgo öttu kappi í þýsku 1. deildinni í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndust Magdeburg drjúgir á meðan Bjarki Már Elísson var sem fyrr á meðal markahæstu manna í liði Lemgo.

Magdeburg vann að lokum góðan 29:25 sigur.

Ómar Ingi skoraði fjögur mörk, lagði upp önnur fimm og stal einum bolta og Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk og lagði einnig upp fimm mörk í liði Magdeburg.

Bjarki Már var næstmarkahæstur í leiknum með fimm mörk fyrir Lemgo.

Magdeburg er sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 26 að loknum 13 leikjum.

Lemgo er í 10. sæti með 13 stig, einni eftir 13 leiki.

Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku 1. deildinni í dag.

Íslendingalið Melsungen þurfti að sætta sig við 28:31 tap gegn Wetzlar þar sem Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar, Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk og Alexander Petersson skoraði eitt mark, lagði upp annað og stal einum bolta.

Melsungen er í 9. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert