Hafnaði Bayern München

Ralf Rangnick ætlar að halda áfram með lið Austurríkis.
Ralf Rangnick ætlar að halda áfram með lið Austurríkis. AFP/Georg Hochmuth

Ralf Rangnick hefur hafnað því að taka við starfi knattspyrnustjóra þýska stórveldisins Bayern München.

Bild skýrir frá þessu í dag og segir að Rangnick hafi ákveðið að halda áfram starfi sínu sem þjálfari karlalandsliðs Austurríkis.

Samkvæmt fyrri fréttum hafði Rangnick samþykkt að taka við Bayern í sumar þegar Thomas Tuchel hættir með liðið, eftir ítarlegar viðræður við félagið.

Rangnick er 65 ára gamall Þjóðverji sem hefur stýrt mörgum þýskum liðum, svo sem RB Leipzig, Schalke og Stuttgart, og þá stýrði hann Manchester United frá desember 2021 til loka þess tímabils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert