Aukin virkni á eldfjallaeyjunni Vulcano

Sikileyjar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sikileyjar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Bæjarstjóri eyjunnar Vulcano í Vindeyjaeyjaklasanum,  La Isla Eolie, skammt frá Sikiley, hefur fyrirskipað rýmingu um 150 íbúa eyjarinnar og bannað komu ferðamanna vegna aukinnar virkni eldfjallsins á eyjunni. 

Í október gaf almannavarnadeild ítalskra yfirvalda út viðvörun vegna eyjunnar vegna jarðhræringa og aukins gasmagns. Rýmingin núna nær helst til íbúa við bryggju eyjarinnar, en því svæði þykir stafa mest hætta af brennisteinsgasi frá eldfjallinu. 

Ákveðin svæði á eyjunni hafa verið afmörkuð og þeim lokað vegna brennisteinsmengunar. Þá hefur íbúum á eyjunni verið gert að halda sig heima á milli 23 og 6. Eyjan verður lokuð fyrir ferðamönnum í að minnsta kosti einn mánuð. 

Síðast varð eldgos á Vulcano fyrir yfir 130 árum. Gosið varði frá 2. ágúst 1888 til 22. mars 1890. 

Umfjöllun Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert