Erlent

Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunarsveitir að störfum í Calais í Frakklandi.
Björgunarsveitir að störfum í Calais í Frakklandi. AP/Springler

Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að hann muni gera allt til að koma í veg fyrir að Ermarsundið verði grafreitur. Hann fordæmi þá sem bera ábyrgð.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist eyðilagður eftir fréttirnar og bætir við að yfirvöld í Bretlandi muni beita sér að hörku í að stöðva smyglara. Nú sé tíminn til að standa saman.

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, tjáði sig um málið á Twitter og sagði að orð gætu ekki lýst því hve fyrirlitlegt athæfi smyglaranna væri. 

Fjórir voru handteknir nálægt landamærum Belgíu og eru einstaklingarnir sagðir hafa tengsl við málið. Þetta segir í frétt BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×