Bæjarbóndi við vatnið í vorverkum

Vorverkin hjá Agli lækni.
Vorverkin hjá Agli lækni. mbl.is/Árni Sæberg

„Hér í Vatnsendahverfi er sveit í bæ svo við erum sjálfum okkur næg um margt,“ segir Egill R. Sigurgeirsson læknir. Hann býr við Melahvarf í Kópavogi og á þar hús á 3.000 fermetra lóð.

Moldin á þessum slóðum er frjósöm og nú í vikunni var Egill á fullu í vorverkunum. Lítil traktorsgrafa var þarfaþing þegar trjárunnum og jarðvegi var skipt út.

Næsta mál á dagskrá er svo að plægja stóran matjurtagarð, en kálplöntur sem þar verða settar niður forræktar Egill í gróðurhúsi.

„Á næstu dögum fer ég austur í Biskupstungur og sæki býflugurnar sem ég er með hér á sumrin. Hunang þeirra er búbót rétt eins og egg sem landnámshænurnar verpa,“ segir Egill sem einnig er með hross. Verkefnin eru því næg í búskap læknisins þar sem sjálfbærni er leiðarljós. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka