Daníel Leó ekki alvarlega meiddur

Daníel Leó Grétarsson með boltann í kvöld.
Daníel Leó Grétarsson með boltann í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson þurfti að fara meiddur af velli í 4:0 sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld. Hann er þó ekki alvarlega meiddur.

Daníel Leó byrjaði í hjarta varnarinnar og fór af velli í fyrri hálfleik eftir rúmlega hálftíma leik eftir að hafa fengið höfuðhögg nokkrum mínútum áður. Hjörtur Hermannsson kom inn á í hans stað.

„Hann fær höfuðhögg og eins og oft er með höfuðhögg halda menn að þeir séu í lagi til að byrja með en svo kemur hausverkurinn.

Hann var allavega í lagi hérna rétt áðan þegar við komum inn í klefa þannig að ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi eftir leik kvöldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert