Hermann að taka við ÍBV?

Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni hjá ÍBV.
Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni hjá ÍBV. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Hermann Hreiðarsson er líklegastur til að taka við þjálfun karlaliðs ÍBV í fótbolta af Helga Sigurðssyni sem lét af störfum á dögunum. Fótbolti.net greinir frá.

Helgi stýrði ÍBV upp í efstu deild í annarri tilraun í sumar en hætti í kjölfarið með liðið. Hermann hefur stýrt Þrótti frá Vogum að undanförnu með góðum árangri, en undir hans stjórn vann liðið 2. deildina og tryggði sér sæti í 1. deild í sumar.

Hermann er uppalinn í Vestmannaeyjum, en hann var spilandi þjálfari liðsins sumarið 2013. Síðan þá hefur hann þjálfað karla- og kvennalið Fylkis og verið aðstoðarþjálfari Kerala Blasters í Indlandi og Southend á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka