Lykilmaður Aftureldingar skrifar undir nýjan þriggja ára samning

Árni Bragi fagnar bikarmeistaratitlinum á dögunum ásamt liðsfélögm sínum.
Árni Bragi fagnar bikarmeistaratitlinum á dögunum ásamt liðsfélögm sínum. mbl.is/Óttar Geirsson

Árni Bragi Eyjólfsson, hægri skytta Aftureldingar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir út næstu þrjú tímabil.

Árni er uppalinn í Aftureldingu en hefur einnig spilað erlendis og með KA í Olís deildinni. Hann gekk aftur til liðs við Aftureldingu frá KA árið 2021. 

Hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Aftureldingu undanfarin tvö tímabil en liðið varð á dögunum bikarmeistari í fyrsta sinn síðan árið 1999.

Í tilkynningu Aftureldingar, sem má sjá í heild sinni hér að neðan, segir m.a.:

„Árni Bragi hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Aftureldingar og mun taka þátt í að leiða liðið okkar áfram inn í gríðarlega spennandi tíma sem framundan eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert