Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum

Banda­ríkja­mað­ur­inn Dwayne Lamore Font­ana, sem lék með KFÍ á Ísa­firði keppn­is­tíma­bil­ið 2000-2001, er við­mæl­andi í nýrri heim­ild­ar­mynd á Net­flix um veð­mála­s­vindl í há­skóla­bolt­an­um þar í landi. Dwayne, sem var stigakóng­ur úr­vals­deild­ar­inn­ar á Ís­landi, opn­ar sig um svindl tveggja liðs­fé­laga sinna í Arizona State-há­skól­an­um.

Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum
Viðmælandi í heimildarmynd Netflix Dwayne Lamore Fontana var leikmaður KFÍ á Ísafirði á árunum 2000 til 2001. Hann sést hér í leik með KFÍ gegn ÍR í Seljaskóla. Hann er einn helsti viðmælandinn í heimildarmynd Netflix um veðmálasvindlið í Arizona-háskólanum. Myndin er tekin úr DV.

Bandaríkjamaðurinn Dwayne Lamore Fontana, sem spilaði með liði KFÍ á Ísafirði árið 2000 til 2001, er viðmælandi í nýrri heimildarmynd á streymisþjónustunni Netflix um veðmálasvindl í bandaríska háskólakörfuboltanum árið 1994, nánar tiltekið í liði Arizona State.  Myndin um veðmálasvindlið í körfuboltaliði Arizona State er hluti af sex mynda seríu á Netflix sem heitir Bad Sport og fjallar um svindl og glæpi í íþróttaheiminum. 

Dwayne lék háskólabolta með Arizona State á árunum 1990 til 1994, nokkrum árum  áður en hann kom til Íslands og KFÍ þar sem hann varð stigakóngur deildarinnar með 33 stig að meðaltali í leik og tæp 14 fráköst. 

Tók þátt í veðmálasvindliSteven „Hedake“ Smith tók þátt í veðmálasvindli í Bandaríkjunum og segir Dwayne Fontana, fyrrum liðsfélagi hans og fyrrverandi leikmaður KFÍ, að hann hafi enn ekki komist yfir afleiðingar svindlsins.

Dæmdur í fangelsi fyrir svindlið

Myndin á Netflix fjallar um það hvernig stjarna Arizona State-liðsins, Steven „Hedake“ Smith, dróst inn í veðmálasvindl ásamt einum meðspilara sinna. Svindlið  gekk út á það að Smith átti að sjá til þess að liðið myndi sigra eða tapa með ákveðið mörgum stigum. Fyrir þessa þjónustu sína fékk Smith greiddar upphæðir sem voru á bilinu 10 til 20 þúsund dollarar.

Maðurinn sem skipulagði svindlið náði hins vegar að svindla út nokkrar milljónir dollara með þessum hætti áður en hann tapaði öllu í einum leik þar sem Smith náði ekki að stýra leiknum þannig að hann næði að láta úrslitin verða eins og hann átti að gera. Í kjölfarið komst upp um svindlið enda hafði aðalskipuleggjandinn gengið á milli hótela í Las Vegas og veðjað á leikinn fyrir alls fimm milljónir dollara og vakti þetta grunsemdir í borginni. 

Smith, og liðsfélagi hans sem vann með honum að hluta, og tveir af þeim sem skipulögðu svindlið og græddu mest á því voru dæmdir í fangelsi. 

Í myndinni er rætt um það að Smith hafi í kjölfarið ekki verið valinn af neinu liði í NBA-deildinni árið 1994 en árlega fer fram svokallað NBA-draft þar sem bitist er um bestu leikmennina í bandaríska háskólaboltanum. Þar kemur fram að fyrir veðmálahneykslið hafi fastlega verið búist við því að Smith yrði valinn í NBA-deildina.

„Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“
Dwayne Lamore Fontana

Í stað NBA-deildarinnar fór Smith til Evrópu og spilaði með nokkrum liðum í ýmsum löndum. Smith átti nokkrum áður síðar, 1997, eftir að gera skammtímasamning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni og spila nokkra leiki fyrir liðið þar sem hann var með 1,8 stig að meðaltali. Hann hélt svo aftur til Evrópu og spilaði fyrir lið í Frakklandi, Búlgaríu og Rússlandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2008. 

Dwayne segist ekki hafa jafnað sig á svindlinu 

Ennþá reiðurDwayne Fontana, fyrrverandi leikmaður KFÍ, segist ennþá vera reiður út af veðmálasvindlinu.

Dwayne Fontana segir að hann hafi ekki ennþá jafnað sig til fulls á veðmálasvindlinu.

Á Facebook-síðu sinni segir hann um málið: „Ég hef fengið mikil viðbrögð og pælingar við þætti á Netflix sem ég var viðmælandi í sem snérist um stigasvindl sem háskólaliðið mitt í körfubolta tengdist. Ég hef eiginlega áttað mig á einu loksins: Ég er ennþá dálítið reiður yfir því. Ég hélt að þetta tilheyrði fortíðinni en ég hef ekki komist yfir þetta 100 prósent. Þegar ég horfði á þetta aftur minnti það á mig hversu oft ég hef þurft að svara spurningum um einhvern skít sem ég kom ekki nálægt og sem ég vissi ekkert um. Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“

Lofsamleg orð um Dwayne FontanaBenedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfir kvennalandsliðsins, þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeild karla og fyrrverandi þjálfari KR og fleiri liða, var íþróttablaðamaður á DV árið 2000-2001 og skrifaði mikið um körfubolta, meðal annars leiki hjá KFÍ og fer hann lofsamlegum orðum um Dwayne Fontana.

Benedikt: „Ísafjarðar-Barkley“

Íþróttablaðamenn á Íslandi nefndu Dwayne Fontana reglulega sem einn af betri leikmönnum deildarinnar enda var tölfræði hans líka þannig þó svo KFÍ-liðið hafi kolfallið um deild þetta árið með aðeins þrjá sigra. Í einni af greinum sínum um leiki með KFÍ sagði þáverandi íþróttafréttamaður DV og  sigursæll körfuboltaþjálfari, Benedikt Guðmundsson, að Dwayne Fontana þyrfti aðeins að bæta varnarleikinn: „Ef Fontana myndi bæta varnarleikinn þá væri hann einn besti erlendi leikmaður deildarinnar.“

„Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar-Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“
Benedikt Guðmundsson

Aðspurður segir Benedikt, sem í dag er þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeildinni, að hann hafi verið mjög hrifinn af Dwayne Fontana sem leikmanni.

Benedikt segir að hann hafi minnt sig á bandaríska köfuboltamanninn Charles Barkley sem er ein af helstu goðsögnum NBA-deildarinnar síðastliðna áratugi: „Ég var mjög hrifinn af Fontana sem leikmanni á sínum tíma og það kom mér alls ekki á óvart hversu góður hann var með KFÍ. Hann kom úr góðum háskóla í USA þar sem hann stóð sig þvílíkt vel og var stundum líkt við Charles Barkley. Hann var bæði líkamlega sterkur og ofboðslega fjölhæfur. Þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu miðað við körfuboltamann þá var hann frábær frákastari. Þá var hann óstöðvandi skorari með KFÍ því vopnabúrið var svo fjölbreytt eins og hjá Barkley. Hann var algjörlega sérsniðinn fyrir íslensku deildina. Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“

Umrædda mynd má sjá hér.

Fyrirvari um tengsl: Blaðamaður Stundarinnar spilaði körfubolta með Dwayne Lamore Fontana í KFÍ keppnistímabilið 2000-2001. Blaðamaður bjó auk þess fyrir ofan Dwayne í blokk sem kennd er við Múlaland á Ísafirði og keyrði með honum á körfuboltaæfingar og í heimaleiki í sjálfskiptum Saab, árgerð 1988.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu