fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Enn aukast vandræði Pútíns – Enn einn ofurstinn drepinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 06:50

Denis Kozlov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eykst vandræðagangur rússneska hersins í Úkraínu. Enn einn háttsettur herforingi féll nýlega en Úkraínumönnum hefur tekist að fella fjölda herforingja. Telja má víst að þetta sé ekki til þess fallið að bæta stöðu rússneska hersins eða til að efla baráttuvilja óbreyttra hermanna.

Dagbladet segir að Denis Kozlov, ofursti, hafi fallið nýlega. Hann var ofursti í verkfræðisveitum hersins. Murom24 segir að hann hafi fallið þegar hann var að smíða bráðabirgðabrú yfir Severskyj Donets sem á upptök sína norðan við Kharkiv og rennur út í Don sem er austan við rússnesku borgina Rostov.

Talið er að stórskotaliðshríð Úkraínumanna hafi orðið fjölda rússneskra hermanna að bana þegar þeir reyndu að komast yfir ána.

CNN segir að miðað við gervihnattarmyndir þá hafi Úkraínumenn eyðilagt að minnsta kosti þrjár brýr í síðustu viku og hafi Rússar orðið fyrir miklu manntjóni um leið.

Kozlov var jarðsettur í heimabæ sínum, Murom, á þriðjudaginn.

Rússnesk yfirvöld hafa ekki skýrt frá hversu margir hermenn hafa fallið í stríðinu í Úkraínu og flokka það sem ríkisleyndarmál. Miðað við upplýsingar frá úkraínska hernum og vestrænum leyniþjónustustofnunum er mannfall þeirra mikið og gæti orðið hlaupið á tugum þúsunda. Sumar herdeildir þeirra eru sagðar hafa misst allt að helming liðsaflans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann