Bakarameistarinn hagnaðist um 61,5 milljónir króna árið 2019 og jókst hagnaður félagsins um 10,5 prósent frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu tæpum 1,2 milljörðum króna og jukust lítillega milli ára, líkt og rekstrarkostnaður sem nam tæpum 1,1 milljörðum. Rekstrarhagnaður jókst um 4,5% og nam 77,6 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu 525,6 milljónum króna en þau voru svipuð og árið áður, líkt og starfsmannafjöldi en starfsmenn voru að meðaltali á bilinu 140 til 150 árin 2018 og 2019.

Eigið fé Bakarameistarans nam 248,5 milljónum króna í árslok 2019 og hækkaði um tæp 15% milli ára. Eignir félagsins námu tæpum 379 milljónum og lækkuðu lítillega milli ára en skuldir lækkuðu um rúm 21%, úr rúmum 165 milljónum í rúmar 130 milljónir. Eigið fé félagsins hækkaði því úr 56,7% árið áður í 65,6%.

Bakarameistarinn er í meirihlutaeigu Sigþórs Sigurjónssonar en Sigurbjörg R. Sigþórsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins.