Nóg að gera hjá Heimi

Heimir að fylgjast með í æfingabúðunum.
Heimir að fylgjast með í æfingabúðunum. Ljósmynd/Ireland Football

Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu kíkti á æfingabúðir hjá ungum leikmönnum í dag.

Heimir tilkynnti að hann ætli að búa á Írlandi því hann vilji kynnast fólkinu og menningunni. Hann ætlar einnig að sjá leik írska kvennaliðsins gegn Frakklandi á morgun.

„Frábært að sjá nýja þjálfara karlaliðsins, Heimi Hallgrímsson í Dublin í æfingabúðum hjá stelpunum.

Nóg að gera hjá honum á Írlandi en hann kíkti á æfingu og gaf stelpunum góð ráð í búðunum í morgun,“ stóð á samfélagsmiðlum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert