Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu kíkti á æfingabúðir hjá ungum leikmönnum í dag.
Heimir tilkynnti að hann ætli að búa á Írlandi því hann vilji kynnast fólkinu og menningunni. Hann ætlar einnig að sjá leik írska kvennaliðsins gegn Frakklandi á morgun.
„Frábært að sjá nýja þjálfara karlaliðsins, Heimi Hallgrímsson í Dublin í æfingabúðum hjá stelpunum.
Nóg að gera hjá honum á Írlandi en hann kíkti á æfingu og gaf stelpunum góð ráð í búðunum í morgun,“ stóð á samfélagsmiðlum liðsins.
Great to see our new MNT Head Coach Heimir Hallgrímsson at @VeronaFCDublin this morning for our @Elverys FAI Football Camp 💚
— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) July 15, 2024
Busy start to life in Ireland as he shared some tips with the girls-only camp this morning 🇮🇪
Loving the Irish welcome 👌 pic.twitter.com/7He6cufbLE