Þegar loðnan flæddi yfir landið

Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, segir margt hafa færst …
Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, segir margt hafa færst í betra horf frá loðnuvertíðum fyrri ára og bendir á skipakostinn. Ekki síður hefur meðferð aflans breyst til muna. Ljósmynd/Eskja

Landburður af loðnu. Þróarrými er á þrotum. Setningar sem þessar mátti sjá í blöðum á árum áður þegar loðnu var mokað upp við landið. Loðnuaflinn fór fyrst yfir milljón tonn 1978 og síðan var hann oft yfir milljón tonn eða í námunda við það fram til 2002. Verðmætasköpunin var mikil.

Loðnunefnd stýrði löndunum að mestu um árabil frá 1973 og þurftu bátarnir, sem voru fleiri og minni en nú er, að haga löndun í samræmi við fyrirmæli nefndarinnar. Afkastagetan í landi byggðist á bræðslum, sem þá var víða að finna og fyrir 30-40 árum fór lítið í frystingu eða aðra vinnslu til manneldis. Loðnan er smár fiskur, en hefur lengi verið stór í lífi þjóðarinnar og skapaði oft um 10% af útflutningsverðmæti frá Íslandi.

Algeng sjón í sjávarplássum fyrir um 40 árum, allar loðnuþrær …
Algeng sjón í sjávarplássum fyrir um 40 árum, allar loðnuþrær fullar og jafnvel löndunarbið. Stundum var loðnan keyrð út um „koppagrundir“ til að koma henni fyrir og hún síðan brædd löngu eftir vertíðarlok. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

En hvernig var hægt að veiða og vinna allan þennn afla fyrir 40 árum eða svo? Þróarrými, bræðsla og Loðnunefnd – hvað er verið að tala um? Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, man tímana tvenna í þessum efnum því hann fór á sína fyrstu loðnuvertíð sem skipstjóri 1978.

Veiðar sumar, haust og vetur

„Veigamikið atriði í þessum samanburði er að menn veiddu loðnu stóran hluta ársins, en ekki aðeins á vetrarvertíð eins og nú er,“ segir Þorsteinn í óvísindalegu spjalli um hvernig þessu var háttað á árum áður. „Það var byrjað í júní á sumarvertíð, sem stóð út september, þá kom haustvertíð til áramóta og loks vetrarvertíð fram í mars. Þannig var tíminn til að stunda veiðarnar mun lengri en núna er.“

Unnið að loðnunót fyrir Svan RE45 á vertíðinni 1975.
Unnið að loðnunót fyrir Svan RE45 á vertíðinni 1975. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

„Þegar stefnan var tekin í land var farið til næstu hafnar þar sem var bræðsla eða fiskimjölsverksmiðja eins og við köllum þessar verksmiðjur núna. Eftir að Loðnunefnd tók til starfa réð hún mestu um hvar landað var hverju sinni.

„Bræðslur voru víða, einkum fyrir norðan og austan og í Vestmannaeyjum, en líka í Reykjavík, Grindavík og Þorlákshöfn svo ég nefni dæmi. Ríkið rak eigin verksmiðjur undir heitinu Síldarverksmiðjur ríkisins og voru þær með umsvifamikla starfsemi, aðallega á Norðurlandi og á Austfjörðum. Nú eru verksmiðjurnar færri en afkasta meiru og vinnslan í landi er yfirleitt tengd útgerðum uppsjávarskipanna.

Gamlir síðutogarar

Ég tók við Jóni Kjartanssyni SU 111 þegar tengdapabbi [Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar] keypti hann af Guðmundi Jörundssyni. Skipið var áður síðutogarinn Narfi RE og hafði verið á einni loðnuvertíð eftir breytingar þegar hann kom til Eskifjarðar. Ég man að á fyrstu vertíðinni gekk okkur ágætlega og skipið var gangmikið, en gangmestu skipin áttu mesta möguleika á að komast í löndunarpláss. Ekki var miðað við hvenær þú meldaðir afla heldur hvenær þú gast verið kominn til hafnar og stundum kom það fyrir að maður fór fram úr skipi hérna úti í firði og hann sat eftir með sárt ennið.“

Jón Kjartansson SU 111 vel hlaðinn á siglingu um 1980, …
Jón Kjartansson SU 111 vel hlaðinn á siglingu um 1980, skipið var áður síðutogarinn Narfi. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Fjarðabyggðar

Oft voru um 60 skip á loðnuveiðum og þau báru gjarnan um 500 tonn og upp í rúmlega þúsund. Svo dæmi séu tekin lönduðu 16 heimabátar loðnu í Vestmannaeyjum veturinn 1978, alls 75 þúsund tonnum, og voru Gullberg, Huginn og Breki með mestan afla. Þann vetur frysti Hraðfrystistöðin í Vestmannaeyjum 370 tonn og var framleiðsluhæsta hús landsins í loðnuhrognum, segir í gömlum Fylki. Á Eskifirði lönduðu þrír heimabátar loðnu, Seley og Sæljón, auk Jóns Kjartanssonar.

Þorsteinn segir að á áttunda áratugnum og fram yfir 1980 hafi stærri skip bæst í loðnuflotann, sum höfðu áður verið síðutogarar, en var breytt í burðarmikil loðnuskip. Auk Jóns Kjartanssonar nefnir hann Sigurð, Víking, Börk, Grindvíking, Bjarna Ólafsson og Eldborgina. Nokkrar vertíðir var bræðsluskipið Norglobal leigt hingað til lands. Afla var landað um borð og fylgdi Norglobal þá göngu loðnunnar.

Mikið eftir í vertíðarlok

Ekki var loðnan alltaf brædd um leið, því meira barst á land heldur en við varð ráðið á skömmum tíma.

„Hér á Eskifirði byggði tengdapabbi tanka og þrær þar sem hægt var að geyma loðnu, hátt í 20 þúsund tonn af hráefni. Stundum var eftir að bræða um 10-15 þúsund tonn þegar vertíð lauk og það tók sinn tíma. Oft var mikil peningalykt yfir bæjunum þegar farið var að slá í loðnuna, jafnvel þó svo að rotvarnarefni eins og formalín og nítrat væri notað. Þessi efni eyddust út á einhverjum tíma, en mjöl og lýsi úr þessu hráefni var flutt út og meðal annars notað í skepnufóður í Hollandi og Bretlandi. Í sjávarplássum víða um land var loðnu keyrt út um koppagrundir og síðan mokað í bræðslu.“

Jón Kjartansson SU, eldri, siglir inn Reykjavíkurhöfn með fullfermi af …
Jón Kjartansson SU, eldri, siglir inn Reykjavíkurhöfn með fullfermi af loðnu 8. febrúar 1972. Ólafur K. Magnússon

„Það var farið öðruvísi með verðmætin fyrir um 40 árum heldur en nú er og sem betur fer hefur margt breyst til batnaðar. Ég sakna ekki þessa gamla tíma hvorki á sjó né landi og til dæmis skipakosturinn er allt annar og miklu fullkomnari nú heldur en þá. Sömu sögu er að segja um fullkomin fiskiðjuver í landi sem gera okkurt kleift að að frysta mikinn afla á skömmum tíma. Ég viðurkenni samt að ég sakna stundum hasarsins sem var í þá daga, en þá var maður líka ungur og frískur,“ segir Þorsteinn.

Yngsti skipstjórinn

Í Morgunblaðinu í lok október 1978 var talað við Þorstein, sem þá var að landa 650 tonnum úr Jóni Kjartanssyni SU hjá fiskimjölsverksmiðjunni í Örfirisey. Aflinn fékkst í einu kasti á loðnumiðunum hátt í 100 mílur norður af Horni.

Fram kom í fréttinni að Þorsteinn væri þá einn yngsti skipstjórinn á loðnuskipunum og lét hann vel af fiskiríinu. Stanzlaust mok þegar viðrað hafi og mikið verið af loðnu. Á 10-20 mílna svæði hefði verið samfelld loðna, einn stór svartur kökkur, eins og Þorsteinn orðaði það.

Þorsteinn Kristjánsson í Morgunblaðinu 1978.
Þorsteinn Kristjánsson í Morgunblaðinu 1978.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 422,67 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 266,58 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 143,77 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 143,13 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 164,94 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Garðar ÞH 122 Handfæri
Þorskur 527 kg
Samtals 527 kg
7.5.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
7.5.24 Sæstjarnan BA 164 Handfæri
Þorskur 872 kg
Samtals 872 kg
7.5.24 Steinunn ST 26 Handfæri
Þorskur 790 kg
Samtals 790 kg
7.5.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 405 kg
Samtals 405 kg
7.5.24 Milla ST 38 Handfæri
Þorskur 736 kg
Samtals 736 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 422,67 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 266,58 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 143,77 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 143,13 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 164,94 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Garðar ÞH 122 Handfæri
Þorskur 527 kg
Samtals 527 kg
7.5.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
7.5.24 Sæstjarnan BA 164 Handfæri
Þorskur 872 kg
Samtals 872 kg
7.5.24 Steinunn ST 26 Handfæri
Þorskur 790 kg
Samtals 790 kg
7.5.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 405 kg
Samtals 405 kg
7.5.24 Milla ST 38 Handfæri
Þorskur 736 kg
Samtals 736 kg

Skoða allar landanir »